Skilmálar Mælitækja ehf:

Meginupplýsingar

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Mælitækja ehf. til neytenda.
Skilmálinn er grunnurinn að viðskiptunum og er staðfestur með staðfestingu á kaupum.
Skilmálinn er aðeins fáanlegur á íslensku.
Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög, og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

1.       Skilgreining

Seljandi er Mælitæki ehf. Kennitala 570821-0670. Mælitæki ehf. er skráð í Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
Vefsvæði Mælitækja ehf. er: https//maelitaeki.is
Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára gamall til að versla í Vefverslun Mælitækja ehf.

2.       Skilaréttur

Samkvæmt lögum um neytendasamninga er 14 daga skilaréttur á vörum keyptum í vefverslun Mælitækja ehf. sé varan óskemmd, í upprunalegu ástandi og enn innsigluð, hafi varan verið innsigluð við afhendingu. Þessi skilaréttur nær ekki yfir sérpantanir. Algert skilyrði er að allir aukahlutir séu með vörunni. Rekstrarvörur sem fylgja vörunni þarf að endurnýja við vöruskil s.s. einnota rafhlöður, límmiða, prentstrimla, o.s.fr. Mælitæki ehf. áskilja sér rétt til að prófa vöruna innan eðlilegs tímaramma. Endurgreiðsla fyrir skilavörur fer fram eins fljótt og kostur er og eigi síðar en eftir 30 daga.

3.       Pöntun

Pöntun er bindandi þegar hús er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest greiðslu á vefverslun. Seljandi er bundin til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur leikur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur haft áhrif eru afturkallaðar.

4.       Upplýsingar

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prentvillur, birtingarvillur, og innsláttarvillur í texta, verði og myndum.

5.       Verð

Verð taka stöðugum breytingum vegna verðbreytinga byrgja, Verðbreytingar sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru óafturkræfar. Það verð gildir sem gefið var þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega með greiðslu. Nettilboð gilda eingöngu í vefverslun Mælitækja ehf.

6.       Greiðsla

Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti í vefverslun, eða með bankamillifærslu með höfðu samráði við starfsfólk Mælitækja ehf. Ef greiðsla fyrir pöntun í vefverslum berst ekki innan 1 klukkustundar, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með millifærslu er pöntun sett í tiltekt þegar millifærsla hefur verið staðfest af starfsmanni.

7.       Afhending og seinkun

Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands. Seldar vörur má sækja samdægurs til Mælitækja ehf. eftir að greiðsla berst. Ef heildarupphæð reiknings nær 200.000 kr. sendir seljandi vöruna hvert á land sem er án kostnaðar. Annars er sendingakostnaður flatur, 2.480 kr. per pöntun, óháð heimilisfangi. Mælitæki notast við Póstinn til heimsendinga.

8.       Yfirferð á vörum

Eftir að kaupandi hefur móttekið vöruna þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu, hvort varan hafi skemmst í flutningi og allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru eða hægt er að nálgast rafrænt frá framleiðanda. Eðlilegur athugunartími kaupanda telst vera innan 30 daga. Eftir 30 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leist er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.

9.       Réttur við galla eða vöntun

Ef varan er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt, eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast skriflega með upplýsingum um kaupanda og raðnúmer vöru. Mælt er með að tilkynningin berist innan 7 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Réttur neytenda (með neytenda er átt við einstakling utan atvinnustarfsemi) til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

10.    Ábyrgð

Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga utan atvinnustarfsemi. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup lög nr 50/2000, nema ef ábyrgð framleiðanda nái lengra. Seljandi áskilur sér að staðfesta ekki ábyrgð nema kaupnótu sé framvísað. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum þ.e.a.s. hún nær ekki til tækja sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár. En almennur kvörtunarfrestur er 2 ár. Til að mynda er rafhlaða rekstrarvara og getur þurft að endurnýja fyrir lok vélbúnaðar ábyrgðar. Eðlilegt er að endurnýjun geti átt sér stað eftir 6-24 mánuði. Ábyrgð fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða átt hefur verið við það án yfirumsjónar/samþykkis seljanda þrátt fyrir að þar hafi verið að verki verkstæði og/eða viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar og er kaupanda bent á að lesa gaumgæfilega leiðbeiningar eða handbók skvt. 8. grein þessa skilmála. Ekki er ábyrgð á hugbúnaði eða öðrum óáþreifanlegum hlutum (hlutum sem hafa áhrif á eiginleika tækisins eins og vírusar og annað sem ekki er hægt að rekja til framleiðanda). Í sumum tilfellum eru einstakar vörur eða vörumerki með lengri ábyrgðartíma. Í þeim tilfellum sem það á við er slíkt tekið fram. Seljandi er ekki skuldbundinn til að taka þátt í viðgerðarkostnaði, gefa afslætti, skipta út vöru o.s.frv. eftir að ábyrgðartíma lýkur. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka. Ef að til úrlausnar ábyrgðar kemur, er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.

11.    Eignarréttur

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt óháð greiðsluformi eða lánaformum.

12.    Persónuvend

Þegar þú heimsækir heimasíðu Mælitækja ehf, eru hugsanlega notaðar vefkökur og vafrakökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðu fyrirtækisins. Vefkökur eru litlar textaskrár sem vafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé hann stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera Mælitækjum ehf. kleift að muna ákveðnar stillingar hjá þér til að bæta notendaupplifun og afla tölfræðiupplýsinga um notkun á vefsíðunni. Ef þú ert með aðgang að innri vef síðunnar og skráir þig inn á þá er sett upp tímabundin kaka til að athuga hvort vafrinn þinn samþykki kökur. Slíkar kökur innihalda engar persónuupplýsingar og er eytt þegar þú lokar vafranum. Einnig eru settar upp nokkrar kökur til að vista innskráningarupplýsingar og valmyndir skjásins. Ekki verður fjallað frekar um það hér hvað vefkökur og vafrakökur eru.

a.       Athugasemdir

Þegar þú skilur eftir athugasemd á vefsíðu Mælitækja ehf þá safnar síðan og geymir þau gögn sem slegin eru inn í athugasemdaformið. Sama á við um IP tölu og upplýsingar um gerð vafra, allt í þeim tilgangi að greina manngerðar athugasemdir frá vélrænum ruslpóst sendingum.

b.       Skilaboð

Ef þú sendir inn skilaboð í gegn um skilaboða- og póstform síðunnar þá safna Mælitæki ehf, og geymir þau gögn sem þar eru slegin inn. Sama á við um IP tölu sendanda og upplýsingar um gerð vafra í þeim tilgangi að aðstoða við greiningu á ruslpóst sendingum.

c.        Skrár

Þú berð alltaf ábyrgð á myndum og öðrum skrám sem þú sendir inn á vefsíðu Mælitækja ehf. Það á bæði við um gögn sem fram koma í skrám og myndum, og myndefnið sjálft. Þegar þú deilir gögnum með þeim hætti ættir þú að forðast að hlaða upp myndum með innbyggðum staðsetningargögnum (EXIF GPS) svo gestir á síðunni geti ekki hlaðið niður þeim staðsetningar-gögnum sem í myndum eru. Sama á við um aðrar skrár, að athuga að lýsigögn (e. Metadata) sem tengd eru skrám séu afmáð eða fjarlægð.

Ef þú hleður upp mynd á heimasvæði þínu þá kann hún að verða sýnileg öðrum notendum síðunnar. Þegar þú stofnar aðgang er ópersónugreinanlegur strengur sem búinn er til úr netfangi þínu, (einnig kallaður hash) sendur til 3ja aðila í þeim tilgangi að kanna hvort þú notir þjónustu þeirra.

d.       Innfellt efni frá öðrum síðum

Greinar á vefsíðu Mælitækja ehf. kunna að innihalda innfellt efni frá öðrum vefsíðum (t.d. myndskeið, myndir, greinar o.s.frv.). Innfellt efni frá öðrum vefsíðum hegðar sér með sama hætti og ef þú heimsækir þá tilteknu síðu.

Þessar vefsíður geta safnað gögnum um þig, notað kökur, fellt inn viðbótar eftirfylgni þriðja aðila og fylgst með samskiptum þínum við það innfellda efni ef þú ert með aðgang og innskráður á þær vefsíður, til að mynda YouTube, Google, Facebook og Instagram.

e.        Með hverjum er gögnunum deilt

Á vefsíðum Mælitækja ehf. eru notaðar leturgerðir frá Google. Þegar þú opnar vefsvæðið, færir vafrinn þinn nauðsynlegt vefletur inn í skyndiminnið í þeim tilgangi að sýna texta og leturgerðir rétt. Svo þetta sé hægt þá verður vafrinn að koma á beinni tengingu við netþjóna Google og þar með verður Google meðvitað um að vefsíða Mælitækja ehf. hafi verið skoðuð með þinni IP-tölu. Notkun Google leturgerða er gerð í þágu samræmds og aðlaðandi útlits á síðum Mælitækja ehf. Ef vafrinn þinn styður ekki leturgerðir Google, er venjulegt letur af tölvunni þinni notað. Frekari upplýsingar um meðhöndlun notendagagna Google er að finna á https://developers.google.com/fonts/faq og í persónuverndarstefnu Google á https://www.google.com/policies/privacy/.

f.        Hvert eru gögn send

Umfram það sem að framan er greint, þá eru athugasemdir sem notandi skrifar, eftir atvikum sendar á sjálfvirkar ruslpósts síur til samþykkis og greiningar frá ruslpósti.

g.       Hve lengi eru gögnin geymd

Ef þú skilur eftir athugasemd þá er hún, sem og lýsigögn hennar, þ.m.t. upplýsingar um höfund, vistuð á líftíma síðunnar eða þar til þeim upplýsingum er eytt handvirkt. Þetta er gert svo hægt sé að þekkja og samþykkja sjálfvirkt, síðar inn settar athugasemdir frá þér í stað þess að geyma þær í biðröð til handvirkrar samþykktar kerfisstjóra.

Fyrir þá notendur sem skrá sig á vefsvæði Mælitækja ehf. eru geymdar persónulegar upplýsingar sem notandi veitir í notandasniðinu, svo sem nafn og netfang. Allir notendur geta hvenær sem er séð, breytt eða eytt persónulegum upplýsingum sínum (nema þeir geta ekki breytt notandanafninu sínu). Stjórnendur vefsvæðis geta einnig séð og breytt þessum upplýsingum, nema lykilorði sem aðeins er sýnilegt viðkomandi notanda. Kerfisstjóri getur þó breytt lykilorði notanda.

h.       Hvaða réttindi hefur þú yfir gögnunum

Ef þú ert með notendaaðgang að vefsvæði Mælitækja ehf. eða hefur skilið eftir athugasemdir geturðu beðið um að fá tæmandi skrá með öllum persónuupplýsingum sem geymd er um þig, þ.m.t. allar upplýsingar sem þú hefur veitt á vefsvæðinu. Þú getur einnig óskað eftir að öllum persónugreinanlegum gögnum sem vistuð eru um þig á síðunni verði eytt. Þetta felur þó ekki í sér upplýsingar sem Nákvæmlega er eftir atvikum skylt að geyma, enda kveði lög eða reglugerðir svo um.

i.         Samþykki þitt á þessum skilmálum

Með notkun á þessari síðu, staðfestir þú og samþykkir þessa skilmála. Ef þú ert mótfallin/n framangreindum skilmálum, skaltu ekki nota síðuna https://maelitaeki.is eða skrá þig sem notanda síðunnar.

13.    Ágreiningur og varnarþing

Mælitæki ehf. leitast við að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það reynist ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa hjá Neytendastofu. Ef réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa rís, skal bera hann undir Héraðsdómur Reykjaness.

Þessi útgáfa skilmálanna er frá 16. September 2021 og gildir um kaup í sem eiga sér stað eftir það.