UM OKKUR

Mælitæki ehf. var upprunalega stofnað árið 2018 af Erlendi Kára Kristjánssyni, undir nafninu Nákvæmlega sem þjónustuarmur Allt fyrir garðinn ehf við Leica-Geosystems. Mælitæki ehf. er bæði heild- og smásöluaðili Leica-Geosystems.

Hjá okkur ertu í öruggum höndum fagfólks sem hefur framleiðni þína að leiðarljósi. Hlutverk okkar er bæði sala, en umfram allt, þjónusta við mælitæki, lasera og eftirlitsbúnað frá Leica-Geosystems.

Við leggjum ríka áherslu á þjónustuhlutann, því við vitum að þegar fólk reiðir sig á mælitæki til að skila sinni vinnu hratt og örugglega, er mikilvægt að þau tæki séu ekki bara nákvæm og handhæg í notkun, heldur líka að þau séu í lagi.

Við leggjum kapp á að tafir við vinnu séu í algeru lágmarki. Þess vegna komum við til þín með lánstæki á meðan unnið er í biluðu eða skemmdu tæki. 

STARFSMENN

Erlendur Kári Kristjánsson

Framkvæmdastjóri

[email protected]

+354-771-5555

 

Ásgeir Ásgeirsson

[email protected]

+354-891-7547